Innskráning í Karellen
news

Áræðniiðkun og hugarammar ❤️

15. 04. 2024

Áræðniiðkun

Áræðnin er lokaárangur einstaklingsþjálfunar og byggir á frumstigi og miðstigi einstaklingsvinnu vetrarins. Sköpun og skapandi framkvæmdir eru einkennandi þegar hér er komið sögu.

Í starfinu sjálfu í þessari iðkun er hin hjallíska kennisetningum að brjóta þá hugarramma sem börn mynda ótrúlega fljótt, þ.e. skorður sem reynsla barnsins setur um skilning þess á tilverunni. Þessar skorður afmarka til dæmis hvernig stelpur haga sér og hvernig strákar haga sér, hvaða verkefnum konur og karlar sinna og almennt um “hvað má og hvað má ekki”.

Skorðurnar eru að hluta mikilvægar reglur sem barnið lærir og notar fyrir sig enda skipta þær máli fyrir velferð barnsins eða þá samskipti við aðra sem líka eiga sinn rétt. Aðrar skorður hafa myndast meira tilviljunarkennt og án þess að mikilvæg markmið eigi þar í hlut, stundum hið gagnstæða þar sem neikvæð reynsla hefur valdið hugarskorðum.

Skorðunar breytast síðan í fastmótaða hugarramma og afleiðingarnar verða boð og bönnum allt mögulegt á afar íhaldssaman hátt. “Það má ekki syngja við borðið”, “það eru pöddur í snjónum” eða “konur gera ekki svona”, - endalaust má telja hugarramma sem takmarka þá skapandi hugsun sem leiðir af sér frumleika,nýjar lausnir og frelsi í viðhorfum.

Stöðug áræðniiðkun allt skólaárið felst þannig í því að hreyfa við hugarrömmunum og þeim skorðum sem þeir setja. Þess vegna þurfa kjarkæfingar og frumkvæð iæfingar að ögra barninu á jákvæðanhátt, fá það til að draga andann djúpt og prófa ný verkefni og nýja hegðun sem ,,fer út fyrir boxið”.

© 2016 - Karellen