Innskráning í Karellen
news

Aðalfundur foreldrafélagsins og gjöf frá þeim

29. 04. 2024

Um leið og við minnum á aðalfund foreldrafélagsins sem er í kvöld kl. 16:30-17:00 á kaffistofu leikskólans þá viljum við þakka fyrir veglega gjöf frá foreldrafélaginu. Til þess að auka fjölbreytnina á Hvítu kjörnunum gaf foreldrafélagið Sóla kubba sem svipa til kubbana í kubbakrók hjá eldri börnum en bara minni og meðfærilegri.

Þökkum við kærlega fyrir veglega og flotta gjöf.

Hvað er foreldrafélag?

Foreldrafélag er félag foreldra sem vinnur að ýmsum málum tengdum skólanum og nemendum hans. Í félaginu eru allir foreldrar sem eiga börn í viðkomandi skóla. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að vera meðlimur. Foreldrafélagið er rekið af stjórn sem er mynduð af foreldrum sem eru kosnir í stjórn yfirleitt á aðalfundi félagsins ár hvert. Allir foreldrar í skólanum hafa kosningarétt. Hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla.

© 2016 - Karellen