Innskráning í Karellen
news

Kynjanámskráin ❤️

04. 04. 2024

Í næstu viku hefst síðast lotan í Kynjanámskrá Hjallastefnunnar en til upprifjunar þá felur hún í sér sex svið sem unnið er með allt skólaárið. Annars vegar eru þrír burðarliðir í einstaklingsfærni, raðað í forgangsröð þar sem sjálfstæði, jákvæðni og svo áræðni eru yfirhugtökin. Hins vegar eru þrír burðar­liðir í félagsfærni, einnig í forgangsröð og yfirheitin eru agi, samskipti og vinátta.

Allir sex þættirnir í kynjanámskránni eru ástundaðir alla daga og oftast koma þeir allir saman sem kraftar í öllum daglegum athöfnum. Þá hlið kynjanámskrárvinnunnar nefnum við iðkanir þar sem jákvæðniiðkun er ávallt fyrir hendi rétt eins og vináttuiðkunin.

Hugtakið iðkun er valið fyrir þessa þjálfun eiginleika þar sem stöðug ástundun við allar aðstæður skapar færnina, æfingin skapar meistarann. Iðkun á báðum uppeldissviðum þ.e. einstaklings eiginleikum og félagslegum eiginleikum beinist í fyrsta lagi að hverju barni, hvernig sjálfstæði þess er virt og styrkt á sama tíma og vilji þess er taminn til að barnið nái stjórn á sér í leikskólasamfélaginu.

Í kjölfarið er þessi einstaklingsbundna hæfni og geta barnsins yfir­færð á umhverfið þar sem tilvera barnsins með öðrum æfist í sam­skiptum og jákvæðniæfingum. Loks er stutt við að innri forsendur barnsins blómstri vegna þess grunns sem búið er að leggja, bæði á félagssviðinu sem góðvild og á einstaklingssviðinu sem áræðni. Í byrjun næstu viku deilum við með ykkur áherslum varðandi Árænilotuna.

Samhliða vinnu okkar við Kynjanámskrána vinnum við eftir Handbókinni um snemmbæran stuðning en vegna allskonar höfum við ekki verið nógu duglegar að deila þeim með ykkur. Við munum bæta úr því og birta á hverjum sunnudegi áætlun næstu viku. En hér meðfylgjandi er vika10.vorönn.pdf sem nú senn er að ljúka.

© 2016 - Karellen