Innskráning í Karellen
news

Bjartsýni, vika 3 í áætlun og dagur leikskólans ❤️

05. 02. 2024

Það er alltaf líf og fjör í leikskólanum en Jákvæðnilota Kynjanámskráinnar er alltaf í svolitlu uppáhaldi. Við erum nú í viku þrjú þar sem lotulykillinn er bjartsýni.Við æfum gleðina með öllum tiltækum ráðum, syngjum og dönsum því við vitum að það mun ýta við þeim boðefnum heilans sem valda taugafræðilegri gleði - prufiði bara.

Meðfylgjandi er vika3.vorönn.pdf í áætluninni okkar í Snemmbærum stuðningi í hnotskurn og hvetjum við ykkur til að skoða það sem við erum að æfa hér og æfa það líka heima. Æfingin skapar meistarann segjum við á Sóla.

Á morgun er dagur leikskólans og af því tilefni er ykkur boðið á opið hús hjá okkur þegar þið komið að sækja börnin. Við verðum með myndlistarsýningar á gangi skólans auk þess sem þið getið staldrað við í salnum, fengið ykkur kaffi/djús og kíkt á valefnivið.


© 2016 - Karellen