Innskráning í Karellen
news

Gleðivika, vika 4 í áætlun og allir þessir dagar...❤️

13. 02. 2024

Gleðivika er uppskeruvika í jákvæðnilotunni en þátttaka kennara er bráðnauðsynleg til að gleðiæfingin skili sér. Börnin tvíeflast við það að sjá að kennarinn þorir að dengja sér í skemmtileg verkefni. Í síðustu viku og þessari höfum við verið að missa okkur í gleðinni við að skapa karektera fyrir öskudaginn og mikið munum við skemmta okkur vel á morgun.

Meðfylgjandi er vika4.vorönn.pdf úr áætluninni okkar úr Handbókinni Snemmbær stuðningur... og við höldum áfram að hvetja ykkur til að skoða hvaða lög við erum að syngja, hvaða orð við erum að æfa og æfa líka heima.

© 2016 - Karellen