Innskráning í Karellen
news

Orð eru ævintýri ❤️

25. 01. 2024

Menntamálastofnun hefur gefið öllum börnum sem eru fædd 2018-2020 bókina Orð eru ævintýri. Um er að ræða myndabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum.

Bókin er einnig til á rafrænu formi hér: Orð eru ævintýri

Leikskólinn fékk einnig bækur að gjöf og verða þær notaðar til málörvunar. Við vonum að bókin verði vel notuð á öllum heimilum og foreldrar og börn geta notið þess að lesa saman og læra ný orð.

Við hvetjum foreldra barna í árgöngum 2021 og 2022 að nýta sér bókina rafrænt.

?

© 2016 - Karellen