Innskráning í Karellen
news

Öskudagurinn og Leikhópurinn Lotta ❤️

15. 02. 2024

Stórkostlega vika er senn á enda hjá okkur og mikið búið að brasa. Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og svo leikritadagur í dag í boði foreldrafélagsins okkar.

Í fyrsta sinn prufuðum við í ár að búa til búninga með börnunum okkar og heilt yfir getum við ekki fundið annað en gleði með það. Hugmyndin á rætur sínar að rekja eitthvað aftur í tímann þar sem kennarar hafa talað um skólann sem jöfnunartæki og að búa samstöðu í stað samkeppni um búninga. Hvetja til sköpunar og sjálfstæðis. Við metum það svo að þetta hafi tekist og bónusinn er sú gleði sem við fundum fyrir hjá börnunum okkar. Margir kennarar hafa haldið skráningu á ferlinu og hvetjum við ykkur til þess að skoða myndirnar á my.karellen.is.

Sólabörnin fengu í dag fallegt hrós frá Leikhópnum Lottu en þeim fannst hópurinn okkar alveg einstakur. Ekkert barn er orðið 5 ára gamalt á Sóla og yngsta barnið sem var á sýningunni verður ekki 2ja ára fyrr en í júlí. Sýningin tók 40 mín. og þau héldu einbeitingu og voru til fyrirmyndar í alla staði ?© 2016 - Karellen